Luis Rubiales, forseti knatttspyrnusambands Spánar gæti fengið fjögurra ára dóm verði hann fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Jenni Hermoso, leikmanni Spánar.
Hermoso lagði fram formlega kvörtun í gær vegna koss sem Rubiales smellti á hana án leyfis þegar Spánn varð Heimsmeistari kvenna á dögunum.
Hún hefur lagt fram formlega kvörtun til yfirvalda á Spáni og er sögð íhuga að leggja fram kæru.
Mikil pressa er á Luis Rubiales að segja af sér en hann neitar að gera það.
Rubiales hefur sjálfur sent inn gögn til FIFA sem rannsakar málið þar sem Hermoso er að ræða kossinn skömmu eftir leik.
Vill Rubiales meina að Hermoso hafi ekkert haft út á þetta að setja.
Empecemos, @Jennihermoso:
1. ¿Por qué presumías con tus compañeras y posabas entre risas con el meme de tu pico con Rubiales?
2. ¿Por qué todas tus compañeras que ahora se escandalizan gritaron contigo a Rubiales “que se besen” en el autobús tras ver el “pico”?
3. ¿Por qué le… pic.twitter.com/7HjjdpJVLc
— Alvise Pérez (@Alvise_Oficial) August 29, 2023