Wayne Bridge fyrrum landsliðsmaður enska landsliðsins segir ótrúlega sögu af Gus Poyet sem þjálfaði hann á sínum tíma.
Poyet sem er frá Úrúgvæ var harður í horn að taka sem leikmaður og svo sem þjálfari.
„Árið 2013 ætlaði að ég vera hjá Brighton eða fara til Reading. Það voru kostirnir á borðinu mínu, Gus var að hætta hjá Brighton og ég var mjög óviss með að vera áfram vegna þess,“ sagði Bridge.
„Það sem ég kunni best við Gus var að hann gat verið mjög harður, hann var hins vegar bara harður við þá sem áttu það skilið.“
Bridge segir svo ótrúlega sögu af Poyet.
„Ég man eftir ótrúlegum fundi, hann sagðist vita allt um það hvernig lífið sem knattspyrnumaður er. Hann sagði að ef einhver væri að eltast við stelpu og væri mögulega að stunda kynlíf alla nótina fyrir æfingu, þá sagði hann að menn ættu bara að hringja og fá frí. Það væri ekki málið en að menn mættu ekki gera það mjög oft.“