fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Ætla sér að vinna báða leikina – Þorsteinn útskýrir ákvörðun sem margir voru hissa yfir

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er brattur fyrir komandi leiki gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna. Hann ræddi við 433.is í Laugardalnum í dag.

Um er að ræða fyrsta tímabil Þjóðadeildarinnar í kvennaflokki en Ísland er í A-deild.

Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli föstudaginn 22. september kl. 18:00 og Þýskalandi á Ruhrstadion þriðjudaginn 26. september kl. 16:15. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Það ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er í hópnum, en hún tilkynnti í vetur að hún væri hætt í knattspyrnu. Hún tók hanskana þó fram í sumar og spilaði einn leik með Val á dögunum.

„Mér fannst vanta reynslu í markmannshópinn. Mér fannst hún vera góður stuðningur til að hafa inni í teyminu og hjálpa hinum leikmönnunum að takast á við þetta. Svo er hún líka til taks fyrir okkur og á möguleika á að spila,“ segir Þorsteinn um það.

Steini um komandi leiki
play-sharp-fill

Steini um komandi leiki

Það hafa orðið töluverðar breytingar á leikmannahópnum undanfarið. Reynsluboltar hafa hætt, meiðst eða eru óléttar.

„Að stærstum hluta til er þetta eðlileg þróun. Liðið var orðið frekar gamalt og meðalaldur hár. Auðvitað viltu samt að þetta gerist aðeins hægar. En mér finnst okkur samt hafa tekist vel á við þetta og úrslit þokkalega góð.“

Þorsteinn er sáttur með að Þjóðadeildin, sem hefur verið spiluð í karlaflokki undanfarin ár, hafi verið tekin upp kvennamegin líka.

„Undanfarin ár höfum við ekki endilega alltaf verið að spila við nógu góðar þjóðir til að þróa okkur. Ég held að það hjálpi okkur að spila við sterkari andstæðinga.“

Þorsteinn fer með miklar væntingar inn í leikina gegn Wales og Þýskalandi.

„Við ætlum að vinna þá báða. Við gerum okkur grein fyrir að inni í leikjunum sjálfum gæti þetta verið mjög ólíkt. Við vitum að Þjóðverjar gætu verið meira með boltann á móti okkur og við á móti Wales. En velska liðið er mjög gott. Þetta eru flest allt leikmenn sem spila í  ensku úrvalsdeildinni.“

Ítarlega er rætt við Þorstein í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
Hide picture