Bergþóra Sól Ásmundsdóttir hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samnin samning við KIF Örebro í Svíþjóð.
Hún er fædd 2003 og leikur sem miðjumaður. Begga Sól er uppalin Bliki og hefur spilað 73 mótsleiki með Breiðabliki frá fyrsta leik árið 2018 – það aðeins 15 ára gömul.
Bergþóra hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 13 unglingalandsleiki með U16, U17 og U23.
Bergþóra er fengin til að hjálpa Örebro í fallbaráttunni, en liðið er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir sigur gegn Norrköping í síðustu umferð.