Hariet Robson, unnusta Mason Grenwood var mætt á hans fyrstu fótboltaæfingu í átján mánuði. Greenwood æfði með Getafe í gær en um fimm þúsund stuðningsmenn liðsins mættu á æfinguna.
Robson sakaði Greenwood um gróft ofbeldi í nánu sambandi í upphafi árs 2022, hann hefur síðan þá ekki æft eða spila með Manchester United.
Robson og Greenwood hafa tekið saman á nýjan leik og eignuðust sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári. Greenwood gekk í raðir Getafe á láni frá Manchester United en félagið tilkynnti nýlega að hann myndi ekki leika aftur fyrir félagið.
Sóknarmaðurinn ungi hafði ekki spilað fyrir United í um eitt og hálft ár, allt frá því Robson sakaði hann um gróft ofbeldi í sambandi þeirra.
Lögregla hætti rannsókn á máli Greenwood eftir að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn í málinu komu fram.