Yassine Bono var nálægt því að fara til Real Madrid í sumar að eigin sögn.
Markvörðurinn fór í sumar frá Sevilla til Al Hilal í Sádi-Arabíu og elti þar með fjöldan allan af stjörnum.
Real Madrid vildi hins vegar fá hann eftir meiðsli Thibaut Courtois en það fór svo að Kepa mætti á láni frá Chelsea.
„Ég var með tilboð frá Real Madrid á borðinu. Ég var fyrsti kostur félagsins,“ segir Bono.
Hann er hins vegar landsliðsmarkvörður Marókkó og hefði þurft frí um mitt tímabil til að fara á Afríkumótið.
„Afríkumótið flækti hlutina og þess vegna varð ekkert af skiptunum.“
Bono hefur spilað undanfarna þrjá leiki Al Hilal sem allir hafa unnist og er liðið komið á topp sádiarabísku deildarinnar.