Claudia Kowalczyk er afar vinsæl fyrir sérstakan hæfileika sem hún hefur. Hún er kölluð „Drottning twerksins“ og stendur heldur betur undir nafni.
Kowalczyk er unnusta Jakub Kiwior, leikmanns Arsenal.
Kiwior var keyptur til enska stórliðsins frá Spezia í janúar og flutti Kowalczyk með honum.
Hún birtir reglulega myndir og myndbönd sem vekja athygli og rata í ensku götublöðin.
Það má segja um nýjasta myndband hennar sem hefur slegið rækilega í gegn.
Þar er hún í áhugaverðum stellingum í sólinni en myndbandið má sjá hér að neðan.