Gabriela Cavallin fyrrum unnusta Antony hjá Manchester United hefur birt myndir af blóðugum fötum og segist það tengjast ofbeldi sem hún sakar Antony um.
Cavalin hefur lagt fram kæru í Brasilíu og sakar Antony um ítrekað heimilisofbeldi þar sem hann á að hafa skallað hana, skellt á puttana hennar og fleira.
Telgraph segir frá því að Manchester United hafi hingað til ekki svarað ákalli um að setja Antony í bann hjá félaginu en félagið er með mál hans til skoðunar.
Góðgerðarsamtök hafa haft samband við félagð undanfarna daga en United hefur ekki viljað setja leikmanninn í bann.
Í gær var greint frá því að lögreglan í Manchester væri farin að skoða grófar ásakanir á hendur Antony en meint atvik á að hafa átt sér stað á Englandi.
„Manchester United veit af ásökunum á hendur Antony og bendir á að lögreglan er að rannsaka málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins.