Það er útlit fyrir að framtíð Jesse Lingard fari að skýrast á næstunni. West Ham er líklegasti áfangastaður hans en nýtt félag er einnig komið inn í myndina.
Lingard hafnaði West Ham fyrir ári síðan en hann fékk þá svakalegt tilboð frá Nottingham Forest.
Hjá Nottingham gengu hlutirnir ekki upp og Lingard fór eftir aðeins eitt ár.
Lingard var á láni hjá West Ham árið 2021 þar sem hann skoraði níu mörk í 16 leikjum og átti afar góðu gengi að fagna.
Lingard, sem er án félags, hefur æft með West Ham undanfarið og staðið sig vel. Á hann að spila æfingaleik fyrir luktum dyrum í þessari viku.
Sky Sports segir hins vegar frá því að Wolves hafi einnig áhuga á að fá Lingard til liðs við sig. Tilboð gæti borist þaðan á næstu dögum.