Myndband af knattspyrnuþjálfaranum Neil Lennon í skoskum sjónvarpsþætti fer nú eins og eldur í sinu. Þar virðist hann prumpa í beinni.
Lennon gerði garðinn frægan með Celtic en hefur einnig stýrt Bolton og Hibernian, auk Omonia þar sem hann var síðast.
Hann var að fjalla um fótbolta í skoskum þætti en í miðri setningu virðist hann hafa tekið sér pásu til að prumpa.
Þetta hefur vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum og hefur málið einnig verið áberandi í erlendum miðlum.
Sjón er sögu ríkari. Myndband er hér að neðan.
Neil Lennon casually stopping mid sentence to let out a fart 😂😂 pic.twitter.com/RvY1eOzZ2q
— MikeyBryce210516 (@MikeyBryce7) September 5, 2023