Félagaskiptaglugginn í Sádí Arabíu lokar á fimmtudag og vill Al Ittihad leggja fram eina tilraun í viðbót til þess að fá Mohamed Salah.
Sky Sports fjallar um málið og segir að forráðamenn Al Ittihad bíði eftir leyfi frá deildinni til að leggja fram tilboð.
Salah er ekki til sölu samkvæmt Liverpool en er sagður sjálfur spenntur fyrir því að hlusta á tilboð þeirra.
Sky Sports segir að sumir ráðleggi Al Ittihad að bíða með tilboð þangað til næsta sumar, þar sé tækifærið til að fá Salah.
Segir í fréttum að Al Ittihad sé tilbúið að reyna í eitt skipti til viðbótar og bjóða vel yfir 200 milljónir punda.