Manchester United reyndi að fá Sergio Ramos til félagsins í síðustu viku en hann hafnaði tilboði félagsins um leið.
Ramos er mættur heim til Sevilla og ætlar sér að ljúka ferlinum þar.
Ramos fékk rosalegt tliboð frá Sádí Arabíu en hafnaði því til að snúa aftur heim og klára ferilinn með Sevilla.
Ensk götublöð segja frá því að United hafi boðið Ramos eins árs samning vegna meiðsla hjá Raphael Varane.
Varane er oft á tíðum meiddur og þessa stundina frá, er sagt að United hafi boðið Ramos að þéna rúm 70 þúsund pund á viku.
Segir einnig að Ramos hafi hafnað tilboðinu mjög hratt og að það hafi komið forráðamönnum United verulega á óvart.