Um helgina bárust fréttir af því að Glazer fjölskyldan ætlaði að taka Manchester United af markaði þar sem ekki er gengið að verðmiða þeirra. United goðsögninni Gary Neville var ekki skemmt að heyra þetta.
United hefur verið á sölu í hátt í eitt ár en ekki hefur verið gengið að tíu milljarða punda verðmiða Glazer fjölskyldunnar.
„Þetta er bara leikur fyrir þeim. Þeir halda að þetta sé leikfang,“ sagði Neville um nýjustu fréttir að loknu tapi United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.
„Auðvitað munu þeir selja. Þeir þurfa peninginn, geta ekki einu sinni staðist FFP reglur lengur. Manchester United er eins og miðlungs félag þegar kemur að félagaskiptamarkaðnum.
Í enda dags var leikurinn í dag frábær en það breytir því ekki að eigendurnir eru að leika sér með félagið. Ég mun ekki hætta að ræða þetta því þetta er risastórt vandamál.“