Tottenham lék sér að Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina og á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar.
Það er BBC sem velur liðið en Erling Haaland skoraði þrennu og er fremsti maður í liðinu.
Arsenal vann góðan sigur á Manchester United og á sína fulltrúa og þar er einn leikmaður Liverpool eftir góðan sigur á Aston Villa.
Lið helgarinnar að mati BBC er hér að neðan.