Það gæti enn farið svo að Jorginho fari frá Arsenal þó félagaskiptaglugganum í helstu deildum Evrópu hafi verið lokað.
Þetta kemur fram í tyrkneskum miðlum sem segja að Fenerbahce þar í landi gæti krækt í miðjumanninn.
Glugginn í Tyrklandi lokar nefnilega ekki fyrr en 15. september og geta félög þar því enn styrkt sig.
Jorginho, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í janúar á þessu ári. Hann er ekki í stóru hlutverki undir stjórn Mikel Arteta en kemur þó reglulega við sögu.