Eins og flestir vita vann Arsenal ansi dramtískan sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Marcus Rashford kom United yfir gegn gangi leiksins á 27. mínútu leiksins í gær en Martin Ödegaard svaraði um hæl.
Alejandro Garnacho hélt svo að hann væri að tryggja United sigurinn á 88. mínútu er hann kom boltanum í netið en eftir skoðun í VAR kom í ljós að hann var naumlega rangstæður.
Þess í stað kom Declan Rice Arsenal yfir hinum megin á 96. mínútu áður en Gabriel Jesus innsiglaði 3-1 sigur heimamanna.
Arsenal var að vinna þriðja heimasigur sinn í röð gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Rauðu djöflanna einnig á síðustu leiktíð og þeirri þarsíðustu.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem þetta gerist. Tölfræðiveitan Squawka vekur athygli á þessu.
Arsenal have won three consecutive Premier League home games against Man Utd for the first time in the competition’s history.
Trust. The. Process. pic.twitter.com/PbETvcQNmr
— Squawka (@Squawka) September 3, 2023