Rashford skoraði mark United í 3-1 tapi United í gær. Hann kom þeim yfir með markinu áður en Arsenal sneri stöðunni sér í hag.
Það ráku margir upp stór augu þegar þeir tóku eftir því að Rashford væri ekki í skóm á áðurnefndri mynd fyrir leik.
„Hann vissi ekki að allur líkaminn myndi sjást,“ skrifaði einn netverjinn. Margir spurðu einfaldlega: „Af hverju er hann ekki í skóm?“
Ástæðan fyrir þessu er hins vegar sú að þegar myndin var tekin var ekki búið að ákveða í hvernig skóm Rashford myndi spila í á þessari leiktíð.
Hann samdi síðar við Nike og spilaði í skóm frá þeim í gær.