Robert Lewandowski hefur skotið föstum skotum á spænsku úrvalsdeildina sem og spænska knattspyrnusambandið.
Lewandowski gekk í raðir Barcelona á síðasta ári eftir að hafa spilað frábærlega með Barcelona í mörg ár.
Pólverjinn er alls ekki ánægður með dómgæsluna í landinu og gagnrýnir þá önnur félög La Liga sem hræðast það að sækja að marki andstæðingana.
Um er að ræða einn besta sóknarmann síðustu ára en hann gerði 23 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili.
,,Dómararnir eru að drepa þessa deild,“ sagði Lewandowski í samtali við pólska miðilinn Meczyki.
,,La Liga er ekki heillandi og það er ekki spilaður nógu mikill sóknarbolti. Ég bjóst ekki við því að spænsk lið væru hrædd við að spila sóknarbolta.“