William Gallas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur afskaplega litla trú á þýska landsliðsmanninum Kai Havertz.
Havertz var keyptur til Arsenal frá Chelsea í sumar og hefur byrjað nokkuð erfiðlega með sínu nýja félagi.
Það kom mörgum á óvart er Havertz var keyptur en hann náði aldrei að sýna sitt rétta andlit með Chelsea.
Gallas segir að kaup Arsenal hafi komið sér á óvart og að það sé ólíklegt að hlutirnir batni með tímanum.
,,Eins og staðan er þá er Havertz ekki að standast væntingar, það kom mér á óvart þegar hann skrifaði undir hjá Arsenal,“ sagði Gallas.
,,Þeir hefðu auðveldlega getað fengið annan leikmann, það er erfitt fyrir hann að finna réttu stöðuna. Arsenal spilar ekki eins og Chelsea og hann er að upplifa erfiða tíma. Ég trúi því ekki að hann nái árangri hjá Arsenal.“