Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, skalf í gær eftir sigurmark gegn Getafe í La Liga.
Bellingham gekk í raðir Real í sumar og hefur byrjað frábærlega með sínu nýja félagi eftir komu frá Dortmund.
Hann skoraði sigurmark gegn Getafe í blálokin til að tryggja heimamönnum góðan og mikilvægan 2-1 sigur.
,,Um leið og boltinn fór í netið þá heyrði ég hæsta hljóð sem ég hef nokkurn tímann heyrt á fótboltavelli,“ sagði Bellingham.
,,Þegar þeir byrjuðu að syngja ‘Hey Jude’ ég fékk gæsahúð, ég vildi bara snúa mér að þeim og hlusta á sönginn á meðan ég skalf.“
Stuðningsmennirnir sungu frægt lag eftir Bítlana eins og má heyra hér fyrir neðan.
Bellingham: I could’nt believe it, My legs trembled when the Bernabeu chanted my name.
👋🎼 Hey, Jude!
pic.twitter.com/ue7dKfcH5d— Real Madrid Info ³⁵ (@RMadridInfo) September 3, 2023