Lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á Emirates vellinum í London.
Þar áttust við tvö stórlið en Arsenal tók á móti Manchester United þar sem fjögur mörk voru skoruð.
Gestirnir byrjuðu vel og komust yfir á 27. mínútu en staðan var ekki lengi að breytast því mínútu síðar jafnaði Martin Ödegaard fyrir heimamenn.
Það var hart barist í seinni hálfleik en lengi leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan að þessu sinni.
Það breyttist á 96. mínútu í uppbótartíma er Declan Rice skoraði eftir hornspyrnu. Gabriel Jesus skoraði svo annað mark stuttu seinna.
Hér má sjá fyrsta mark Rice fyrir sitt nýja félag.
🚨 GOAL | Arsenal 2-1 Manchester United | Declan Ricepic.twitter.com/Ilshw90TMp
— VAR Tático (@vartatico) September 3, 2023