Thomas Partey verður ekki með Arsenal í dag sem spilar við Manchester United í stórleik helgarinnar.
Partey er að glíma við meiðsli í ára en það er knattspyrnusamband Gana sem staðfestir þessar fréttir.
Um er að ræða mikilvægan leikmann Arsenal sem hefur spilað í hægri bakverði í byrjun tímabils.
Samkvæmt sambandinu verður Partey frá í allt að tvær vikur og er ekki klár í leikinn mikilvæga.
Partey er þekktastur fyrir tíma sinn sem miðjumaður en hefur byrjað alla þrjá leiki Arsenal á tímabilinu í bakverði.