fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Öskuillur eftir ákvörðunina í Manchester: Margir sammála – ,,Hvað get ég sagt?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. september 2023 11:00

Marco Silva/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir steinhissa á að mark Nathan Ake gegn Fulham í gær hafi fengið að standa.

Ake skoraði annað mark Man City í öruggum 5-1 sigri og kom liðinu í 2-1 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Manuel Akanji, liðsfélagi Ake, var klárlega rangstæður í markinu og truflaði markmann Fulham verulega.

Dómarateymið ákvað að dæma markið gott og gilt og er það ákvörðun sem kemur mörgum á óvart.

Marco Silva, stjóri Fulham, var svo sannarlega ósáttur er hann ræddi við blaðamenn eftir lokaflautið.

,,Hvað get ég sagt? Allir sem spila fótbolta, allir sem þekkja til fótbolta sjá að þetta mark var 100 prósent ógilt,“ sagði Silva.

,,Auðvitað erum við allir brjálaðir þegar svona ákvörðun er tekin gegn þér. Þetta gæti verið erfitt fyrir línuvörðinn og að sjá hvort hann sé rangstæður en það er ómögulegt að VAR taki ekki ákvörðun.“

,,Leikmaðurinn hoppar frá boltanum í rangstöðu og hafði full áhrif á markmanninn. Hvernig ákvað VAR ekki að dæma markið ógilt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona