Gluggadagurinn fór alveg í vaskinn hjá Bayern Munchen sem var með þrjú skotmörk áður en tíminn rann út.
Goal fjallar um málið en Bayern hafði sýnt Joao Palhinha, Armel Bella-Kotchap og Trevoh Chalobah mikinn áhuga í sumar.
Allir leikmennirnir hefðu spilað rullu fyrir Bayern í vetur en það gekk einfaldlega ekkert upp á gluggadeginum sjálfum.
Bella-Kotchap er eini leikmaðurinn sem færði sig um set en hann gekk í raðir PSV Eindhoven frá Southampton.
Bayern var sannfært um að einn af þessum leikmönnum myndi koma á Allianz Arena en ekkert varð úr því að lokum.
Chalobah er varnarmaður Chelsea og þá er Palhinha einn mikilvægasti leikmaður Fulham.