Liverpool var sannfærandi í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Aston Villa á heimavelli sínum, Anfield.
Þeir rauðklæddu höfðu betur sannfærandi 3-0 og voru um leið að vinna sinn þriðja sigur í röð.
Mohamed Salah var á meðal markaskorara og þá skoraði nýi maðurinn Dominik Szoboszslai einnig.
Þá áttust við Crystal Palace og Wolves og þar var leikurinn gríðarlega fjörugur og spennandi.
Palace hafði betur að lokum með þremur mörkum gegn tveimur og tryggði sér sinn annan sigur í deildinni.
Liverpool 3 – 0 Aston Villa
1-0 Dominik Szoboszlai(‘3)
2-0 Matty Cash(’22, sjálfsmark)
3-0 Mohamed Salah(’56)
Crystal Palace 3 – 2 Wolves
1-0 Odsonne Edouard(’56)
1-1 Hee-Chan Hwang(’65)
2-1 Eberechi Eze(’78)
3-1 Odsonne Edouard(’84)
3-2 Matheus Cunha(’90)