fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Bauð stjörnunni á ódýran pítsastað og hafði lítið að segja: Gríðarlega vandræðalegt augnablik – ,,Þetta hefði endað með slagsmálum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir sem geta sagt frá því að hafa fundað með goðsögninni Roy Keane sem lék lengi fyrir Manchester United.

Mido, fyrrum leikmaður Tottenham, er þó einn af þeim en Keane hafði áhuga á að fá sóknarmanninn til Sunderland árið 2006.

Mido sem er frá Egyptalandi var alls ekki hrifinn af vinnubrögðum Keane sem bauð stjörnunni upp á mat á ódýrum pítsastað.

Harðhausinn Keane hafði lítið að segja á þessum stutta fundi sem þeir áttu saman og var Mido ekki lengi að taka ákvörðun um það að hann myndi ekki ganga í raðir Sunderland og spila fyrir Írann.

,,Umboðsmaðurinn minn sagði við mig að Roy Keane hefði áhuga á því að ræða saman yfir hádegismat og sýna mér æfingasvæðið,“ sagði Mido.

,,Ég ákvað því að fljúga til Newcastle og hann sótti mig á sínum Range Rover. Ég fór svbo til Sunderland og hann bauð mér mat á Pizza Express.“

,,Ég var svo hissa því hann sagði í raun ekki neitt. Yfirleitt þegar þú býður leikmanni í hádegismat þá reynirðu að sannfæra hann um að koma til félagsins en hann var svo hljóðlátur.“

,,Ég vissi um leið að það væri ekki möguleiki að við gætum unnð saman, þetta hefði endað með slagsmálum. Þegar hann talaði við mig starði hann á loftið.“

 

Roy Keane /GettyImages

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona