Rasmus Hojlund er tilbúinn að byrja sinn fyrsta leik fyrir Manchester United eftir komu frá Atalanta í sumar.
Þetta segir Erik ten Hag, stjóri Man Utd, en margir hafa beðið spenntir eftir fyrsta leik danska landsliðsmannsins.
,,Hann hefur brugðist vel við æfingunum og er til taks á sunnudag. Ég held að hann sé tilbúinn að byrja,“ sagði Ten Hag.
Hojlund kostaði Man Utd 72 miljónir punda í sumar og er búist við miklu af honum á Old Trafford.
Man Utd fær erfitt verkefni á sunnudaginn og spilar við Arsenal í stórleik helgarinnar.