Ryan Gravenberch verður leikmaður Liverpool síðar í dag þrátt fyrir að FC Bayern hafi ekki tekist að fá Joao Palhinha frá Fulham.
Ótrúlegur farsi átti sér stað í kringum Palhinha í dag. Hann kláraði læknisskoðun hjá Bayern og tók myndir með búningi félagsins.
Fulham neitaði hins vegar að kvitta á pappírana fyrr en búið væri að finna arftaka hans. Það tókst ekki.
Félagaskiptaglugginn er lokaður í Þýskalandi en lokar ekki fyrr en 22:00 á Englandi.
Bayern mun þó ekki hætta að selja Gravenberch sem er í Liverpool að klára allt og verður leikmaður Liverpool síðar í dag.
Liverpool deal for Ryan Gravenberch was not dependent on Bayern Munich signing Joao Palhinha. Everything progressing towards Gravenberch being announced as Liverpool player later tonight.
— paul joyce (@_pauljoyce) September 1, 2023