Joao Palhinha verður ekki leikmaður FC Bayern, þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun og klárað allt.
Fulham neitaði að skrifa undir pappíarana þar sem félaginu tókst ekki að finna arftaka hans.
Palhinha var mættur til Munchen og vonaðist eftir því að allt færi í gegn, af því verður ekki.
Búið er að loka félagaskiptaglugganum í Þýskalandi og landsliðsmaðurinn frá Portúgal fer því ekki fet.
Fulham skoðaði að fá Scott McTominay frá Manchester United en það var ekki í boði.
💥 Excl. News DEAL OFF – João #Palhinha won‘t join @FCBayern as revealed in our show Transfer Update now 🟨@SkySportDE 🇵🇹 pic.twitter.com/JAJucfnQCQ
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) September 1, 2023