fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Fjallað um afrek Blika víða um heim – „Lengsta mögulega leiðin“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. september 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, fyrsta íslenskra karlaliða. Fjallað er um afrekið víða um heim.

Blikar tóku á móti Struga í seinni leik liðanna í gær en Kópavogsliðið vann fyrri leikinn ytra 0-1. Niðurstaðan í gær varð sú sama og Breiðablik vann því samanlagt 2-0 og fer í riðlakeppnina, þar sem dregið verður í hádeginu.

Enski miðillinn Daily Star fjallar um afrek Breiðabliks og vekur athygli á því að liðið hafi farið lengstu mögulegu leiðina í riðlakeppnina. Blikar þurftu að hefja leik í forkeppni til að komast í undankeppni Meistaradeildarinnar upphaflega. Það þýðir að liðið spilaði tíu leiki til að komast í riðlakeppnina.

Spænski miðillinn Marca tekur í svipaðan streng.

Sem fyrr segir verður dregið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í hádeginu. Þar getur Breiðablik dregist í riðil með stórliðum á borð við Frankfurt, Fiorentina og Aston Villa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“