fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þrátt fyrir svörin frá Liverpool þá gefast Sádarnir ekki upp – Ferðast til Evrópu og telja að Salah vilji koma

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Ittihad í Sádí Arabíu ætlar sér að láta á það reyna hvort Mohamed Salah sé til sölu og eru samkvæmt Daily Mail að undirbúa tilboð.

Liverpool og Jurgen Klopp hafa látið vita af því að Salah sé ekki til sölu en Sádarnir vilja kanna hvort 118 milljónir punda geti breytt því.

Samkvæmt Daily Mail telja forráðamenn Al-Ittihad að Salah sé klár í að hlusta á tilboð frá þeim.

Forráðamenn deildarinnar í Sádí Arabíu eru nú búnir að koma sér fyrir í Frakklandi og ætla að vera þar næstu daga til að reyna að klófesta leikmenn. Salah er einn af þeim sem þeir vilja.

Sádarnir telja að koma Salah sé það sem deildin þar í landi þurfi, fjöldi stjarna hefur komið til Sádí Arabíu í sumar en að fá Salah væri kirsuberið ofan á kökuna.

Salah er múslimi sem er sú trú sem er iðkuð í Sádí Arabíu en laun Salah myndu hækka verulega við það að fara til Al-Ittihad sem varð meistari á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona