fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Einlægur Óskar stoltur af sínum strákum eftir sögulegan sigur – „Þú veist að lífið verður ömurlegt ef það misheppnast en veist líka að það verður dásamlegt ef það heppnast“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum stoltur eftir að hans menn urðu fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér þátttökurétt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Hann segir tilfinninguna nær ólýsanlega.

Breiðablik tók á móti Struga í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni í kvöld. Blikar unnu fyrri leikinn 0-1 ytra og varð niðurstaðan sú sama í kvöld.

„Tilfinningin er mjög sterk, mjög öflug, bara frábær. Það er virkilega gaman að tryggja sætið á heimavelli fyrir framan fulla stúku og með þessu liði,“ sagði Óskar við 433.is eftir leik.

Leikmenn Óskars ræddu mikið um vegferð sem liðið hefur verið á undir hans stjórn undanfarin ár. Vegferðin hófst 2020 er liðið lá fyrir Rosenborg ytra í undankeppni Evrópudeildarinnar.

„Þetta er ekkert frekar persónulegur sigur fyrir mig en alla aðra í þessu liði. Ég er í rauninni bara upplýsingafulltrúi þessa liðs,“ sagði Óskar um þetta.

Hann ræddi nánar vegferðina sem hófst fyrir meira en þremur árum síðan.

„Það var gert grín að okkur fyrir að vera barnalegir, gera mistök. Ég vona að þetta sem við höfum gert núna, sem er að spila einhverja 23 Evrópuleiki og vinna fleiri en við höfum tapað, sýni að það er allt í lagi að gera mistök svo framarlega sem menn hafa þolinmæði til að læra af þeim og taka framförum. Þetta er óður til þess að fara út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök og líta illa út. Lokatakmarkið er það sem þetta snýst um.“

Óskar er ótrúlega sáttur með hvernig hans menn spiluðu leik kvöldsins gegn Struga.

„Það sem maður hafði kannski smá áhyggjur af var að þú veist að þú ert 1-0 yfir og að jafntefli dugar. Þá er klassískt að fara í varnarham og verja það sem þú heldur að þú þurfir að verja. Mér fannst við ekki gera það og allan tímann reyna að stíga upp. Þetta var virkilega flottur leikur undir erfiðum kringumstæðum. Það var mikil pressa. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa hvernig þetta er. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, það eru forréttindi að vinna vinnu þar sem er pressa á þér. Það er fullt af fólki sem fer í gegnum lífið og upplifir þetta aldrei svo við erum þakklátir fyrir það.

Það er ekki hægt að lýsa því hvernig tilfinningin er fyrr en fólk upplifir það. Að standa svo nálægt einhverju sem er svo fallegt. Þú ert ekki alveg búinn að ná því og veist það getur mistekist. Þú veist að lífið verður ömurlegt ef það misheppnast en veist líka að það verður dásamlegt ef það heppnast. Það er erfiður staður að vera á og erfitt að standa sig í þannig andrúmslofti. En allt hrós á þessa drengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Í gær

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern