fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

City búið að eyða miklu í sumar en hafa selt fyrir rosalegar fjárhæðir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 12:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matheus Nunes verður leikmaður Manchester City síðar í dag en Evrópumeistararnir greiða 53 milljónir punda fyrir kappann.

Eyðsla City fer því yfir 200 milljónir punda og verður í heildina 216 milljónir punda þetta sumarið.

Josko Gvardiol, Mateo Kovacic og Jeremy Doku hafa allir komið til liðsins í sumar og núna bætist Nunes við.

Eyðslan hjá City er þó ekki mikil ef mið er tekið af því að félagið hefur selt leikmenn fyrir meira en 170 milljónir punda í sumar.

Cole Palmer er að fara til Chelsea í dag á 45 milljónir punda, áður hafði félagið selt Riyad Mahrez, Aymeric Laporte og James Trafford.

Að auki hefur City fengið veglegar greiðslur fyrir klásúlu í leikmönnum sem félagið hafði áður selt. Má þar nefna Romeo Lavia sem Chelsea keypti frá Southampton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona