fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Segir frá ótrúlegum venjum til þess að sofa betur – Gleraugu og teip lykill að því að hjálpa til

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Haaland framherji Manchester City er með ótrúlegan aga, hann er til í að gera allt til þess að ná sem bestum árangri innan vallar.

Haaland segir frá helstu venjum sínum í nýju hlaðvarpi en hann reynir að halda í rútínuna hjá sér á hverjum einasta degi.

Eitt af því sem Haaland gerir þremur tímum fyrir svefn er að setja upp gleraugu sem hjálpa honum mikið. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland.

„Til að sofa vel þá nota ég gleraugu sem stoppa útfjólubláa geisla. Það eru engin raftæki í svefnherberginu,“ segir sá norski.

Hann segir þetta vera venjur sem hjálpa sér. „Að gera of mikið er ekki gott en að gera litla hluti á hverjum degi skilar sér til lengri tíma.“

Haaland setur svo alltaf límband fyrir munninn á sér til að sofa betur. „Þið ættuð að prufa að teipa munninn ykkar, þannig sef ég,“ segir hann.

Getty

Til að bæta heilsuna fer svo Haaland í gufubað á hverjum degi. „Ég er með gufubað heima sem ég nota nánast alla daga,“ segir Haaland.

Haaland hefur undanfarin ár verið einn besti knattspyrnumaður í heimi og var hreint magnaður þegar City vann þrennuna á síðustu leiktíð.

Að auki passar Haaland upp á það sem hann setur ofan í sig og reynir að borða eins hreina fæðu og hann getur, þar á meðal er lifur og mjólk beint frá kúnni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum