fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Landsliðsþjálfarinn tjáir sig um tíðindin af Gylfa og hvað þau þýða fyrir framhaldið með landsliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 12:00

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er á leið til Lyngby í Danmörku eftir að hafa verið frá fótboltavellinum í meira en tvö ár. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi í dag hvað þetta þýðir fyrir framtíð hans með landsliðinu.

„Hann þarf smá tíma. Ég veit að hann átti í vandræðum með fótinn á sér og fór til sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn.

Ef hann byrjar að spila fyrir Lyngby þarf ég að fylgjast með honum eins og öðrum leikmönnum. En ég er mjög ánægður með að hann sé hjá Lyngby því Freyr (Alexandersson) er að gera mjög vel þar. Hann hefur einnig þróað Kolbein Finnsson og Sævar (Atla Magnússon) í góða leikmenn,“ segir Hareide.

Gylfi er auðvitað ekki í hópnum fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 en nú er hann að mæta aftur á völlinn og aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.

„Þetta gæti orðið góð byrjun fyrir Gylfa. Ég mun fylgja honum og sjá hvernig þetta þróast en það þarf ekki að spyrja að hæfileikum hans. Hann var frábær fótboltamaður og ég held hann verði það áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld