fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Víkingar gefa lítið fyrir þá sögu um að klefarnir þeirra séu óboðlegir – „Þetta er bara eins og á Laugardalvelli“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 10:30

Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason starfa saman hjá Víkingi Reykjavík / Mynd: Torg/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingar gefa lítið fyrir þá skýringu Breiðabliks að klefarnir á heimavelli þeirra séu ekki boðlegir fyrir gestaliðið eins og haldið hefur verið fram undanfarin sólarhring.

Guðmundur Benediktsson, hjá Stöð2 Sport sagði frá þessu í gær og þessu var einnig haldið fram í hlaðvarpsþættinum, Þungavigtin.

Meira:
Nýtt tvist – Ástæða þess að Blikar komu á rútu í Víkina í gær: Gummi Ben segir frá atviki sem gerðist í fyrra þar sem ekkert rafmagn var

Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks og sérfræðingur Þungavigtarinnar sagði að Blikar hefðu tekið ákvörðun um það í fyrra að nota ekki aftur klefana í Víkinni.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi gefur lítið fyrir þessar útskýringar en Blikar notuðu ekki klefann fyrir og eftir leik gegn Víkingi í Bestu deildinni á sunnudag.

„Þetta er bara eins og á Laugardalvelli, strípað og old school,“ segir Kári í samtali við 433.is og bauð blaðamanni að kíkja á klefana. Hann sagði klefann vera með snögum og fínum sturtum.

Mikael Nikulásson, hjá Þungavigtinni gaf lítið fyrir þessar útskýringar sem komið hafa fram og kallaði þetta leikþátt hjá Breiðablik í kringum þennan leik.

Blikar reyndu að fá leiknum á sunnudag frestað vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni en KSÍ og Víkingur töldu það ekki hægt. Blikar voru verulega ósáttir og mættu rúmum tuttugu mínútum fyrir leik á rútu og fóru heim með henni beint eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?