fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Nýtt tvist – Ástæða þess að Blikar komu á rútu í Víkina í gær: Gummi Ben segir frá atviki sem gerðist í fyrra þar sem ekkert rafmagn var

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. ágúst 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, sérfræðingur Bestu deildarinnar og íþróttafréttamaður segir frá því að það hafi verið löngu ákveðið hjá Breiðablik að nýta ekki klefana í Víkinni í gær. Segir Gummi Ben að Blikar hafi verið í rafmagnslausum klefa í Víkinni í fyrra.

Segir Guðmundur að tengist ekkert því ósætti sem var á milli Breiðabliks og KSÍ vegna þess að leiknum var ekki frestað.

Blikar mættu skömmu fyrir leik gegn Víkingi í gær eftir að hafa komið saman í Kópavogi og undirbúið sig þar. Segir Guðmundur að það hafi ekki tengst því að leiknum var ekki frestað.

„Það er svolítið síðan að ég heyrði að þetta væri í plönum Óskars áður en Evrópuævintýrið hófst, þeir ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða þeim upp á. Af fyrri reynslu, það hafi ekki verið rafmagn í þeim klefa,“ sagði Guðmundur á Stöð2 Sport í kvöld og vildi meina að klefinn hefði verið rafmagnslaus í fyrra.

„Mér skilst að það hafi ekki verið neitt rafmagn, ég heyrði að það væri langt síðan að þeir ætluðu að mæta í rútu og ekki nýta sér klefann.“

„Ég stend við orð mín en ég veit ekki hvort einhver hafi tekið rafmagnið af eða hvort rafmagnið hafi bara ekki virkað.“

Víkingur vann góðan sigur á Blikum en Blikar stilltu upp breyttu liði vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppni á fimmtudag þar sem liðið getur tryggt sig inn í riðlakeppni. Víkingur er hins vegar á barmi þess að verða Íslandsmeistari eftir sigurinn í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni