Brandon Williams lék sinn fyrsta leik með Ipswich um helgina en hann gekk í raðir liðsins á láni frá Manchester United á dögunum.
Williams hefur aldrei fest sig í sessi í liði United og var lánaður út á ný á dögunum í B-deildina.
Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í 4-3 tapi gegn Leeds og leit vægast sagt út í marki Luis Sinisterra fyrir Leeds.
Er Williams reyndi að elta Kólumbíumanninn datt hann og kom engum vörnum við áður en Sinisterra skoraði.
Myndband af þessu er hér að neðan.
SINISTERRA 4-2 🔥🔥🔥
👊💛💙🇩🇪 #lufc #alaw #mot #leedsunited pic.twitter.com/UndX8AUW8S— DanielFarkeNot (@DanielFarkeBall) August 26, 2023