fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Hótaði öllu illu en sá eftir því um leið: Mætti ber að ofan tilbúinn í slagsmál – ,,Svo tekur hann mig hálstaki og heldur mér uppi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 18:00

Duncan Ferguson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var svo sannarlega ekkert grín að spila við harðhausinn Duncan Ferguson sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Everton.

Ferguson er skoskur og var gríðarlega harður í horn að taka og mætti eitt sinn Jimmy Bullard er sá síðarnefndi lék með Wigan.

Bullard gerði mistök í leik árið 2006 gegn einmitt Everton er hann óskaði eftir því að fá að hitta Ferguson í leikmannagöngunum eftir lokaflautið.

Bullard var ósáttur með hegðun Ferguson á velli en hann hafði meitt Paul Scharner, liðsfélaga Bullard, inni í vítateig eftir hornspyrnu.

Það varð til þess að Bullard missti hausinn og í raun hótaði harðhausnum sem mætti síðar ber að ofan tilbúinn í slagsmál við búningsklefana.

,,David Moyes ákvað að skipta Ferguson inná þegar tíu mínútur voru eftir og þeir fengu horn. Við komum boltanum burt en það eina sem ég heyri er að miðvörðurinn okkar liggur eftir í grasinu,“ sagði Bullard.

,,Ferguson hleypur burt brosandi og ég áttaði mig um leið á að hann hefði gert eitthvað af sér. Ég horfi í kringum mig og sé Lee McCullough sem er Skoti í okkar liði og James McFadden sem er skoskur og spyr þá hvort allt sé í lagi.“

,,Ég fór beint í Dunc en þurfti að passa mig, muniði það að hann hafði verið á vellinum í fimm eða tíu mínútur og fékk svo beint rautt spjald.“

,,Þegar hann gengur af veli þá byrja ég að ofhugsa og segi við hann: ‘Ég sé þig í leikmannagöngunum Dunc, ég verð þar.’

,,McCullough sagði við mig um leið að ég væri að gera mistök. Ferguson svaraði, hann kallaði mig litlan mann og beið svo eftir mér ber að ofan í göngunum.“

,,Síðar tekur hann mig hálstaki og heldur mér uppi, allir strákarnir voru farnir inn í klefa!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Í gær

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Í gær

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“