fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Þurftu að stöðva leikinn vegna mótmæla: Köstuðu tennisboltum inn á völlinn – Skulda nánast 300 þúsund pund

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Southend United voru alls ekki sáttir í vikunni er liðið spilaði við Eastleigh í fimmtu efstu deild Englands.

Enska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um það í vikunni að draga tíu stig af Southend sem er því á botni deildarinnar.

Ástæðan er eigandi félagsins, Ron Martin, sem skuldar mikla peninga og varð það til þess að félaginu var refsað.

Félagið skuldar alls 275 þúsund pund og hefur þar til í október til að gera upp eða refsingin gæti orðið verri.

Á tíundu mínútu í leiknum við Eastleigh þá ákváðu stuðningsmenn að kasta tennisboltum inn á völlinn í mótmælaskyni sem varð til þess að leikurinn var stöðvaður.

Þeir vilja flestir ef ekki allir sjá Martin selja félagið sem hafnaði í áttunda sæti á síðustu leiktíð.

Myndir af þessu má sjá hér.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina