fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Lengjudeildin: Afturelding tapaði heima – Vestri vann Fjölni

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titilbaráttan í Lengjudeildinni ætlar að verða rosaleg á þessu tímabili en bæði Afturelding og ÍA eru með 40 stig.

Afturelding hefur verið að klikka í undanförnum leikjum eftir að hafa verið með góða forystu og tapaði 2-0 heima gegn Leikni í dag.

Það þýðir að bæði ÍA og Afturelding eru með 40 stig eftir 19 leiki en aðeins eitt lið kemst beint upp í efstu deild.

Leiknir vann mikilvægan sigur í baráttunni um umspilssæti og erm eð 29 stig, fjórum stigum á undan Grindavík sem er sæti neðar.

Vestri er vann sína viðureign á sama tíma 3-1 gegn Fjölni og er með einu stigi meira en Leiknir í fjórða sæti.

Afturelding 0 – 2 Leiknir R.
0-1 Róbert Hauksson
0-2 Davíð Júlían Jónsson

Vestri 3 – 1 Fjölnir
1-0 Gustav Kjeldsen
1-1 Bjarni Gunnarsson(víti)
2-1 Gustav Kjeldsen
3-1 Benedikt V. Warén

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina