fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Draumur Gumma Ben ekki langt frá því að rætast: Vildi senda hann í fangelsi í Taílandi – ,,Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum“

433
Laugardaginn 26. ágúst 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton var svo sannarlega einstakur fótboltamaður og hikaði sjaldan við að láta andstæðinga sína heyra það og því fylgdi oft ofbeldi.

Barton hefur tjáð sig um atvik sem átti sér stað árið 2005 í Taílandi er hann slóst við liðsfélaga sinn á þeim tíma, Richard Dunne.

Barton og Dunne ræddu við stuðningsmann Everton í Taílandi sem endaði einhvern veginn með því að þeir tveir létu hendurnar tala.

Aðeins degi seinna fékk Barton símtal frá stjórnarformanni Man City og hótaði Stuart Pierce, stjóri Man City, að henda leikmanninum í fangelsi svo hann myndi læra af eigin mistökum.

Guðmundur Benediktsson, fyrrum knattspyrnumaður, lét fræg ummæli falla á sínum tíma og kallaði þar eftir því að Barton væri einmitt hent í fangelsi.

Það var í leik Man City og Queens Park Rangers en Barton lék þá með því síðarnefnda og hagaði sér eins og hálfviti á velli. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

,,Ég lenti í slagsmálum í Taílandi við Richard Dunne og stuðningsmann Everton. Ég held að ég hafi slegið stuðningsmanninn sem varð til þess að ég og Richard fórum í slag,“ sagði Barton.

,,Eftir það þá fékk ég símtal frá stjórnarformanni Manchester City. Ég flaug heim til Manchester svo að fjölmiðlarnir myndu ekki ná í mig.“

,,Stuart Pierce vildi henda mér í fangelsi í Taílandi svo ég myndi læra mína lexíu. Það gerðist að lokum aldrei en hann hefur sjálfur viðurkennt það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Í gær

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur