fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Draumur Gumma Ben ekki langt frá því að rætast: Vildi senda hann í fangelsi í Taílandi – ,,Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum“

433
Laugardaginn 26. ágúst 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton var svo sannarlega einstakur fótboltamaður og hikaði sjaldan við að láta andstæðinga sína heyra það og því fylgdi oft ofbeldi.

Barton hefur tjáð sig um atvik sem átti sér stað árið 2005 í Taílandi er hann slóst við liðsfélaga sinn á þeim tíma, Richard Dunne.

Barton og Dunne ræddu við stuðningsmann Everton í Taílandi sem endaði einhvern veginn með því að þeir tveir létu hendurnar tala.

Aðeins degi seinna fékk Barton símtal frá stjórnarformanni Man City og hótaði Stuart Pierce, stjóri Man City, að henda leikmanninum í fangelsi svo hann myndi læra af eigin mistökum.

Guðmundur Benediktsson, fyrrum knattspyrnumaður, lét fræg ummæli falla á sínum tíma og kallaði þar eftir því að Barton væri einmitt hent í fangelsi.

Það var í leik Man City og Queens Park Rangers en Barton lék þá með því síðarnefnda og hagaði sér eins og hálfviti á velli. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

,,Ég lenti í slagsmálum í Taílandi við Richard Dunne og stuðningsmann Everton. Ég held að ég hafi slegið stuðningsmanninn sem varð til þess að ég og Richard fórum í slag,“ sagði Barton.

,,Eftir það þá fékk ég símtal frá stjórnarformanni Manchester City. Ég flaug heim til Manchester svo að fjölmiðlarnir myndu ekki ná í mig.“

,,Stuart Pierce vildi henda mér í fangelsi í Taílandi svo ég myndi læra mína lexíu. Það gerðist að lokum aldrei en hann hefur sjálfur viðurkennt það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Í gær

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Í gær

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs