fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sjáðu afar umdeilt atvik uppi á Skaga í kvöld – Rekinn í sturtu fyrir leikaraskap

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það átti sér stað umdeilt atvik í leik ÍA og Selfoss í Lengjudeild karla í kvöld.

ÍA vann leikinn 1-0 en þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma var Arnleifur Hjörleifsson í liði Skagamanna rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap.

Hann fór niður í teignum eftir viðskipti við Adrian Sanchez.

Margir héldu að Pétur Guðmundsson dómari væri að fara að benda á punktinn en þess í stað sendi hann Arnleif í sturtu við litla hrifingu Skagamanna.

Þetta kom ekki að sök því ÍA vann leikinn 1-0. Sigurmarkið gerði Hlynur Sævar Jónsson.

Myndband af atvikinu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina