fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ítalskir miðlar segja Liverpool vera með arftaka Salah kláran ef allt fer á versta veg

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 14:00

Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir allt í það að nafn Mohamed Salah verði mest rætt nú þegar félagaskiptaglugginn fer senn að loka. Liverpool lét alla helstu blaðamenn Englands vita af því í gær að Mohamed Salah sé ekki til sölu í sumar í ljósi frétta af áhuga Al Ittihad í Sádí Arabíu.

Al Ittihad er sagt vera búið að bjóða Salah að verða launahæsti leikmaður í heimi, þéna meira en Cristiano Ronaldo.

Tuttosport á Ítalíu segir að Liverpool sé búið að finna arftaka Salah verði hann óvænt seldur, mögulega kemur tilboð sem Liverpool getur hreinlega ekki hafnað.

Segir Tuttosport að Federico Chiesa kantmaður Juventus sé maðurinn sem Liverpool horfir til að fá ef Salah fer.

Chiesa / Getty

Chiesa er til sölu fyrir rúmar 50 milljónir punda en Juventus sárvantar peninga inn í reksturinn hjá sér og er Chiesa einn af þeim sem gæti farið.

Al Ittihad er sagt tilbúið að borga meira en 100 milljónir punda fyrir Salah en Liverpool segir hann þó alls ekki til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina