fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Eru klárir í að borga meira en 100 milljónir punda fyrir Salah – Hann getur fimmfaldað laun sín

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports telur að Al Ittihad í Sádí Arabíu muni ekki hætta að eltast við Mo Salah, þrátt fyrir að Liverpool segi að kauði sé ekki til sölu.

Salah er launahæsti leikmaður í sögu Liverpool með rúm 300 þúsund pund á viku í dag.

Al Ittihad er tilbúið að borga Salah 1,5 milljón punda á viku eða sem nemur því að fimmfalda laun kappans.

Þá segir Sky að Al Ittihad sé tilbúið að borga meira en 100 milljónir punda fyrir Salah sem myndi gera hann að einum dýrasta leikmanni sem enskt lið hefur selt.

Talið er að Salah þurfi að búa til vesen á Anfield svo Liverpool selji hann en hann er afar ólíklegur til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina