Stuðningsmenn Manchester United ætla að mótmæla á næsta heimaleik félagsins og mótmæla þar eigendum félagsins.
Söluferli Manchester United hófst í nóvember og Glazer fjölskyldan er að skoða það að selja félagið.
Stærstur hluti stuðningsmanna United vill losna við fjölskylduna frá félaginu en ekkert virðist vera að gerast.
Á laugardag þegar Nottingham Forest mætir ætlar stór hópur stuðningsmanna United að sitja eftir á Old Trafford í klukkutíma.
„Það er komin tími á að selja fyrir Glazer fjölskylduna, þau þurfa að fara,“ segir í yfirlýsingu stuðningsmanna.
Stuðningsmenn United hafa oft í gegnum árin mótmælt fjölskyldunni en það hefur litlu skilað.
#MUFC fans’ group @The__1958 planning 60-minute sit-in after Saturday’s game against Forest at Old Trafford. Protesting against owners and board. “It is time for the Glazers to sell our club. It is time for them to go.”
— Henry Winter (@henrywinter) August 24, 2023