fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mikil umræða skapaðist eftir færslu Einars: Birti myndband af atviki sem fáir tóku eftir á sunnudag – „Spurning með að kæra þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur kjöldróg Val í Bestu deild karla um helgina og fór langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Nokkuð fjaðrafok hefur átt sér stað eftir leikinn.

Í gær bárust af því fréttir að Valsarar íhuguðu að kæra aðkomu Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, að leiknum. Arnar tók út leikbann en viðurkenndi eftir leik að hafa átt í símasambandi við bekkinn.

Í gærkvöldi birti svo Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, myndband af atviki úr leiknum þar sem Hólmar Örn Eyjólfsson í lið Vals virðist kýla Erling Agnarsson leikmann Víkings.

Nokkur umræða fór af stað í kjölfarið. „Spurning með að kæra þetta,“ skrifaði Víkingurinn gallharði, Hörður Ágústsson, glettinn eftir fréttirnar fyrr um daginn.

Kjartan Henry Finnbogason, framherji FH, lét sitt ekki eftir liggja og virtist hissa miðað við tákn (e. emoji) sem hann birti. Kjartan hlaut agabann fyrr í sumar fyrir olnbogaskot eins og flestir muna.

Fótboltaþjálfarinn Magnús Haukur Harðarson hafði einmitt skrifað: „Ef þetta væri Kjartan Henry…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina