fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Geir skrifar um ákvörðun KSÍ að hjálpa ekki þegar sögulegur árangur getur náðst – „If you put bullshit in you get bullshit out“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 18:37

Geir Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ og framkvæmdarstjóri Leiknis í dag segir það hreint ótrúlegt að KSÍ ætli ekki að fresta leik Breiðabliks gegn Víkingi í Bestu deild karla um helgina.

Breiðablik er í góðri stöðu til að verða fyrsta íslenska félagið sem kemst í riðlakeppni í Evrópu. LIðið vann 0-1 sigur gegn FC Ruga í Sambandsdeildinni í dag. Tapi liðið ekki síðari leiknum eru Blikar komnir í riðlakeppni.

Geir segist hafa heimildir fyrir því að KSÍ hafi hafnað beiðni Breiðabliks um að fresta leiknum á sunnudag en víða í Evrópu eru knattspyrnusambönd að hjálpa liðunum heima fyrir.

„Computer says NO,“ skrifar Geir í pistli sínum á Facebook í kvöld.

„Breiðablik gerði vel í dag með sigri í fyrri leik í Evrópu. Félagið er í dauðafæri að komast í riðlakeppni Evrópu í fótbolta. Það verður stór áfangi fyrir íslenska knattspyrnu. Nú þarf félagið allan þann stuðning sem hægt er að veita. Heyrst hefur að mótanefnd KSÍ hafi hafnað beiðni Breiðabliks um frestun á leik gegn Víkingi sem fara á fram í Bestudeildinni á sunnudag,“ skrifar Geir um stöðu mála.

Hann rifjar svo upp hvernig hlutirnir voru í gamla daga. „Minnir mig á það sem Sigurgeir Guðmannsson heitinn sagði við mig fyrir nokkrum áratugum, þegar ég spurði hann um hvort ekki væri rétt að tölvuvæða eitthvað í starfsemi íþrótta í Reykjavík, en hann var að öðrum ólöstuðum einn helsti forystumaður í íþróttum á Íslandi. Það vita þeir sem til þekkja. Sigurgeir sem þá færði allt í kladda og allt gekk vel fyrir sig, sagði við mig: ,,if you put bullshit in you get bullshit out”, og síðan afhenti hann mér á blaði með handskrift hans úrlausn beiðni minnar sem uppfyllti óskir KSÍ að öllu leyti. Snillingur. En vonandi endurskoðar KSÍ ákvörðun sína, þetta er bara spurning um að setja réttar forsendur í tölvuna og viti menn…………..og nei ég er ekki genginn í Breiðablik (en erum við ekki öll Blikar eftir viku)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu