Eini maðurinn sem kemst nálægt Lionel Messi þessa dagana í MLS deildinni er Yassine Chueko, lífvörður kappans. Hann fylgir honum hvert fótmál.
Ef Messi fagnar mörkum sínum fyrir Inter Miami er lífvörðurinn geðþekki á sprettinum til að passa að enginn komist nálægt Messi.
Það var David Beckham sem réð þennan fyrrum hermann til starfa þegar Inter tókst að semja við Messi.
Peep Messi’s bodyguard 😭😭 this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77
— R (@Lionel30i) August 24, 2023
Messi æði er í Bandaríkjunum en þessi magnaði knattspyrnumaður hefur verið gjörsamlega frábær frá því að hann kom til félagsins.
Yassine Chueko er var í sjóhernum um langt skeið og hefur einnig verið að keppa sem MMA bardagakappi.
Messi og fjölskylda hans hafa komið sér vel fyrir í Miami en kappinn átti glæsilega íbúð í borginni áður en hann flutti þangað.